Íslenski boltinn

KR - Fjölnir færður til 27. júlí

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kennie Chopart, leikmaður KR.
Kennie Chopart, leikmaður KR. vísir/eyþór
KSÍ hefur orðið að ósk KR um að færa leik liðsins gegn Fjölni í Pepsi deildinni, sem átti að fara fram á mánudaginn. Leikurinn mun nú fara fram fimmtudaginn 27. júlí.

Forráðamenn KR báðu knattspyrnusambandið um að færa leikinn til að auðvelda þeim þáttöku í undankeppni Evrópudeildar UEFA. KR mætir Maccabi Tel Aviv ytra á fimmtudaginn og fengi því litla hvíld ef liðið þyrfti að spila í Pepsi-deildinni á mánudagskvöld.

„Ég held að það væri kærkomið gagnvart íslensku liðunum að gefa þeim svigrúm sem þarf til að ná árangri í þessari keppni," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Leikurinn er hluti af 10. umferð Pepsi-deildarinnar en hún hefst í kvöld með leik FH og Víkingi Ólafsvík í Kaplakrika klukkan 19:15




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×