Innlent

Allir fá staðið í stað einkunnar

Frá Háskólatorgi.
Frá Háskólatorgi. Vísir/Valli
Allir nemendur sem þreyttu próf í Fasteignakauparétti í vor fá staðið í stað einkunnar fyrir áfangann. Prófúrlausnir nemenda í áfanganum misfórust í pósti á leið til Austurríkis.

Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að prófgögnin hefðu ekki ratað á leiðarenda. Kúrsinn var liður í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala hjá Endurmenntun HÍ.

„Við erum ykkur mjög þakklát fyrir þá þolinmæði sem þið hafið sýnt varðandi glataðar prófúrlausnir í Fasteignakauparétti. Það verður ekki lengur beðið með að birta niðurstöðu í málinu þrátt fyrir að við höfum ekki gefið upp alla von um að úrlausnirnar finnist,“ segir í skeyti til nemenda sem sent var í gær.

Ef úrlausnirnar koma til með að finnast síðar geta nemendur óskað eftir því að fá einkunn kjósi þeir það.


Tengdar fréttir

Próf týndust í pósti á leið til Austurríkis

Nemendur í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala hafa ekki fengið einkunnir því prófgögn sem voru send til Austurríkis eru týnd. Kennarinn býr þar í landi og voru úrlausnirnar sendar utan í maí en ekki sem rekjanlegur póstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×