Innlent

Kastaði glasi framan í konu og hljóp á brott

Samúel Karl Ólason skrifar
Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um eld við leikskólann Vættaborgir.
Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um eld við leikskólann Vættaborgir. Vísir/Eyþór
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás á bar við Laugaveg í gærkvöldi. Þar hafði maður kastað glasi í andlit konu og hlaupið á brott. Hins vegar veit lögreglan hver hann er. Sömuleiðis telur lögreglan sig vita hverjir tveir menn, sem stungu á dekk bíla við Haukahraun í gærkvöldi, séu. Vitni urðu að atvikinu.

Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um eld við leikskólann Vættaborgir. Þar hafði verið kveikt í dekki á lóð skólans. Lögregluþjónar á leið á vettvang sáu hins vegar eld í ruslagámi við Spöngina og fóru slökkviliðsmennirnir fyrst þangað.

Þá handtók lögreglan mann sem í dagbók lögreglu segir að hafi verið í mjög annarlegu ástandi. Maðurinn var handtekinn í Fellsmúla, en hann var einnig grunaður um ofbeldi gegn opinberum starfsmanni.

Slökkviliðið þurfti að aðstoða ellefu ára dreng sem sat fastur í körfuboltahring við Drekavelli. Hann mun hafa klifrað upp á hringinn og setið þar fastur þar til slökkviliðsmenn komu með körfubíl og hjálpuðu honum niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×