Lífið

Erfiðasta karókí-keppni Íslandssögunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hver mun standa uppi sem sigurvegari?
Hver mun standa uppi sem sigurvegari?
Um helgina var haldið fyrsta Íslandsmót sögunnar í Silent Karaoke og fór keppnin fram inni í bifreið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice.

Keppendur voru þeir einu sem heyrðu í tónlistinni og voru þeir allir með heyrnatól á höfðinu.

Það þekkja eflaust margir hvernig fólk hljómar þegar það syngur með heyrnatól og er mjög erfitt að halda sér í réttri tóntegund.

Stjórnendur keppninnar leita síðan að skemmtilegasta flutningnum og verður hann tilkynntur á Facebook á næstu dögum en hér að neðan má sjá hvernig keppendur stóðu sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×