Innlent

Hringurinn gefur Barnaspítalanum búnað upp á 50 milljónir króna

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Elísa Reed, forsetafrú og Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, voru viðstödd athöfnina.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Elísa Reed, forsetafrú og Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, voru viðstödd athöfnina. Skjáskot
Kvenfélagið Hringurinn gaf Barnaspítala Hringsins búnað fyrir 50 milljónir króna í tilefni 60 ára afmælis spítalans. Þar á meðal voru 14 gjörgæsluvagnar, sex öndunarvélar og tengikvíar fyrir sprautudælur. Allar gjafirnar munu nýtast vel á vökudeild Barnaspítalans.

Hringurinn hefur verið dyggur stuðningsaðili spítalans og hefur hann styrkt starfsemina um 800 milljónir króna á 15 árum. Í frétt Landspítalans er rakin sú breyting sem orðið hefur á starfsemi Barnaspítalans á þessum 60 árum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Elísa Reed, forsetafrú og Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, voru viðstödd athöfnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×