Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nígerískri fjölskyldu var stíað í sundur í dag þegar fjölskylduföðurnum var vísað úr landi. Brottvísuninni var mótmælt fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu og talsmenn félagasamtaka segja að yfirvöld virði ekki barnasáttmálann. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við ræðum líka við sérfræðing sem hefur rannsakað heilbrigðiskerfi í sjötíu löndum en hann gagnrýnir skort á langtímaáætlun hér á landi.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá rásmarki Wow Cyclothons og hittum unga konu sem vinnur við það í sumar að sauma veggteppi byggt á hinu fræga Riddarateppi sem Þjóðminjasafnið varðveitir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×