Innlent

Þörf á langtímaáætlun í heilbrigðismálum

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Íslenska heilbrigðiskerfið stendur traustum fótum, en nauðsynlegt er að efla samstarf og samtal milli stofnana í almennri heilbrigðisþjónustu og þeirra sem falla undir sértæka heilbrigðisþjónustu. Þetta segir sérfræðingur sem rannsakað hefur heilbrigðiskerfi sjötíu landa á undanförnum árum.

Mark Britnell er stjórnarformaður KPMG Global Health Care en hópur á vegum fyrirtækisins var hér á landi á dögunum til að gera úttekt á íslenska heilbrigðiskerfinu. Britnell hefur veitt stjórnvöldum og stjórnendum í heilbrigðisgeiranum ráðgjöf vítt og breitt um heiminn.

Hann segir íslenska heilbrigðiskerfið standa traustum fótum, þar sem útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af þjóðarframleiðslu nemur um níu prósentum og lífslíkur eru í kringum áttatíu og þrjú prósent. Hins vegar sé nauðsynlegt að efla samstarf mismunandi stiga í heilbrigðisþjónustunni.

Mark Britnell er stjórnarformaður KPMG Global Health Care.VÍSIR/KPMG
„Ég hef heyrt frá Íslendingum að grunnheilbrigðisþjónusta og sértæk heilbrigðisþjónusta standi mjög traustum fótum en að stundum vinni þessir þættir ekki allt of vel saman. Viljann skortir ekki. Fólk vill að þetta virki vel saman. Fólk biður ráðherra og ráðuneytinum að fara fyrir þeim í þessu ferli.“

Britnell segir að flest lönd hafi sett sér langtímamarkmið í heilbrigðisþjónustu og útlistað hvernig skuli ná þessum markmiðum. Það kom hinum á óvart að enga slíka langtímaáætlun sé að finna hjá stjórnvöldum.

„Ég finn enga slíka á Íslandi. Þótt þetta sé fallegtog fámennt land 330.000 íbúa ætti að vera hægt að leggja fram landsáætlun um heilbrigðisþjónustu þar sem þjóðinni er gert grein fyrir því hvað heilbrigðiskerfiðbýður upp á fyrir skattfé borgaranna. Hún virðist ekki vera til og ég veit ekki hvers vegna.“



Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×