Innlent

Mikil ánægja meðal foreldra með leikskólastarf Reykjavíkurborgar

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Sömuleiðis er meiri ánægja með sýnileika stjórnenda.
Sömuleiðis er meiri ánægja með sýnileika stjórnenda. vísir/vilhelm
Könnun sem gerð var í vor meðal foreldra leikskólabarna sýnir að 96 prósent foreldra eru ánægðir með leikskóla barna sinna. Nánast sömu niðurstöður má finna í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir tveimur árum. Hins vegar segja fleiri foreldrar nú að þeim sé kunnug stefna og gildi leikskólans. Sömuleiðis er meiri ánægja með sýnileika stjórnenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.



Þá telja 98 prósent að barninu líði vel og sé öruggt. Talan lækkar örlítið þegar spurt er um aðbúnað barna í leikskólanum og fer niður í 87 prósent. Sömuleiðis finnst 76 prósent foreldra að barnið sé ánægt með mat og 72 prósent foreldranna eru ánægðir með þann mat sem boðið er upp á. Skúli Helgason, formaður skóla og frístundaráðs, segir þessa niðurstöðu afar ánægjulega. 

„Þær sýna svo ekki verði um villst að í reykvískum leikskólum fer fram metnaðarfullt fagstarf sem standast kröfur og væntingar foreldra. Könnunin gefur líka mikilvægar upplýsingar um hvar úrbóta er helst þörf og munum við nýta þær niðurstöður vel til að gera enn betur í framtíðinni,“ segir Skúli.

Áhugasamir geta nálgast niðurstöður könnunarinnar inn á síðu Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×