Innlent

Varað við stormi á morgun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vindaspá morgundagsins en hviður gætu náð allt að 35 metrum á sekúndu.
Vindaspá morgundagsins en hviður gætu náð allt að 35 metrum á sekúndu. mynd/veðurstofan
Veðurstofan varar við stormi á morgun austan Öræfa og á Austfjörðum en búist er við að vindhviður geti náð allt að 35 metrum á sekúndu.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði ekki gott ferðaveður á þessum slóðum þar sem það verður talsverð rigning og snarpar vindhviður. Þá verður sérstaklega varasamt að vera á ferðinni á farartækjum sem taka á sig mikinn vind.

Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:

Norðlægar áttir, 5-10 m/s og rigning norðanlands framan af morgni og allan daginn á Vestfjörðum. Annars suðlæg eða breytileg átt 3-10 og víða skúrir.

Í fyrramálið gengur í norðaustan 15-25 austan Öræfa og á Austfjörðum með talsverðri rigningu og snörpum vindhviðum. Norðaustan 10-15 og rigning með köflum á norðanverðu landinu en hægari og skúrir suðvestanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Austurlandi í dag en suðvestan til á morgun.

Á laugardag:

Norðaustan 8-15 m/s, hvassast austast. Rigning og svalt í veðri norðan- og austanlands, en léttir til sunnan- og vestanlands. Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast sunnanlands.

Á sunnudag:

Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku síðdegisskúrir sunnan- og vestanlands og hiti 8 til 12 stig. Skýjað og þurrt að mestu um landið norðaustanvert og hiti 4 til 8 stig.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:

Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og víða síðdegisskúrir, einkum inn til landsins. Hiti 8 til 16 stig að deginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×