Sport

Vill fresta hafnaboltatímabilinu af mannúðarástæðum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hafnaboltinn er risastór í Venesúela.
Hafnaboltinn er risastór í Venesúela. vísir/getty
Einn besti hafnaboltamaður í sögu Venesúela vill að það verði hætt að spila hafnabolta í landinu af mannúðarástæðum. Hann vill að fólk einbeiti sér frekar að því að aðstoða fólk í vanda á erfriðum tímum.

Alfredo Pedrique spilaði í bandarísku MLB-deildinni á sínum tíma en er nú þjálfari í heimalandinu. Það er mikil fátækt í landinu og óstöðugt ástand.

Pedrique segist sjá fólk á hverjum degi éta upp úr ruslatunnum og honum ofbýður að sjá börn deyja vegna skorts á mat og lyfjum.

„Það ætti ekki að spila neinn hafnabolta í ár. Eigendur liðanna eiga að tala sig saman og fara í frí. Það eiga þeir að gera af virðingu við fólkið í landinu sem er að fórna lífi sínu í baráttunni,“ sagði þjálfarinn.

Hafnabolti er vinsælasta íþróttin í Venesúela á meðan knattspyrnan er langstærst í öllum nágrannalöndunum líkt og víðast hvar í heiminum.

Landið hefur verið í upplausn síðustu mánuði og eru dagleg mótmæli og átök á götum úti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×