Innlent

Vilja tryggja fé til framkvæmda

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Bæjaryfirvöld vilja ljúka við tvöföldun á Reykjanesbraut í gegnum bæinn.
Bæjaryfirvöld vilja ljúka við tvöföldun á Reykjanesbraut í gegnum bæinn. vísir/valli
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skoraði í síðustu viku á þingmenn kjördæmisins að tryggja að fjármagn fáist á fjárlögum ársins 2018 og árunum þar á eftir til að ljúka framkvæmdum við Reykjanesbraut innan bæjarmarkanna. Um sé að ræða brýnt öryggis- og hagsmunamál.

Bæjarstjórnin ítrekaði á fundi sínum mikilvægi þess að mörkuð yrði heildarstefna fyrir framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar, þar sem tímasetning framkvæmda væri ákveðin og fjármagn tryggt.

Bærinn bendir á að þegar heildar­fjármagn til vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu sé skoðað sé ljóst að framkvæmdir við Reykjanesbraut hafa verið af skornum skammti undanfarin ár. Brýnt sé að bæta úr því hið fyrsta. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×