Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar en nánar verður fjallað um það í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar kynnum við okkur líka alvarlegan skort á leiguhúsnæði í Reykjanesbæ, en þar í bæ hafa sumir fengið inni hjá vandamönnum á meðan aðrir sjá fram á að lenda á götunni. Loks verðum við í beinni útsendingu frá markaði til styrktar fjölskyldum á flótta og fylgjumst með litlum pandabirni koma í heiminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×