Íslenski boltinn

Sjáðu flautumark Bjarna Ólafs og falleg mörk Flóka og Einars Karls | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Valsmenn fóru með öll þrjú stigin úr Kópavogi.
Valsmenn fóru með öll þrjú stigin úr Kópavogi. vísir/anton brink
Valur er á toppnum í Pepsi-deildinni eftir dramatískan 2-1 sigur á Breiðabliki í sjöundu umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í gærkvöldi.

Sigurmarkið skoraði Bjarni Ólafur Eiríksson þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en hann skoraði með skalla eftir sendingu Einars Karls Ingvarssonar.

Blikar komust yfir í leiknum á fimmtu mínútu með marki Hrvoje Tokic en Einar Karl jafnaði metin með fallegu marki í seinni hálfleik eftir sendingu frá Bjarna Ólafi.

FH heldur áfram að tapa stigum og Grindavík að standa sig frábærlega en Grindjánar gerðu 1-1 jafntefli við Íslandsmeistarana á heimavelli sínum í gærkvöldi.

Andri Rúnar Bjarnason skoraði sitt sjöunda mark á tímabilinu fyrir Grindavík á 75. mínútu en tveimur mínútum síðar jafnaði Kristján Flóki Finnbogason metin með fallegu skoti eftir sendingu frá Steven Lennon.

Mörkin úr leikjunum tveimur má sjá hér að neðan.

Breiðablik - Valur 1-2

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×