Íslenski boltinn

Hólmfríður minnti á sig með marki í öðrum leiknum í röð | Öruggt hjá Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hólmfríður er óðum að nálgast sitt fyrra form.
Hólmfríður er óðum að nálgast sitt fyrra form. vísir/ernir
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði í öðrum leiknum í röð í Pepsi-deild kvenna þegar liðið lagði botnlið Hauka að velli, 0-2, í kvöld.

Hólmfríður er kominn með þrjú mörk í sumar en hún er nýkominn til aftur baka eftir að hafa fótbrotnað í vetur.

Unglingalandsliðskonan Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði hitt mark KR sem hefur unnið tvo leiki í röð og er komið upp í 7. sæti deildarinnar.

Haukar eru áfram með sitt eina stig á botninum, fimm stigum frá öruggu sæti.

Valur vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið bar sigurorð af FH, 4-0, á heimavelli.

Elín Metta Jensen skoraði tvívegis fyrir Valskonur sem eru í 5. sæti deildarinnar með 15 stig.

Mexíkóarnir Anisa Raquel Guajardo og Ariana Calderon voru einnig á skotskónum fyrir Val sem hefur skorað 15 mörk í síðustu fjórum deildarleikjum.

Þetta var þriðja tap FH í síðustu fjórum leikjum. Fimleikafélagið er í 6. sæti með 12 stig.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×