Lífið

Gleði og glaumur á öðru kvöldi Secret Solstice

Gleðin skein úr hverju andliti á Secret Solstice í gærkvöldi.
Gleðin skein úr hverju andliti á Secret Solstice í gærkvöldi. Vísir/Andri Marinó

Foo Fighters og Richard Ashcroft voru á meðal listamanna sem tróðu upp á öðru kvöldi Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar í Laugardalnum í gærkvöldi. Ljósmyndari Vísi var á staðnum og fangaði kvöldið í myndum.

Þetta er fjórða árið sem hátíðin er haldin og hefur tónleikasvæðið aldrei verið stærra. Stór hluti gesta á hátíðinni koma erlendis frá og setja svip sinn á hana.

Auk Dave Grohl og Ashcroft komu Roots Manuva, Shades of Reykjavík ásamt Blazroca og Pharoahe Monch fram svo einhverjir séu nefndir.

Dave Grohl með gítarinn á lofti á sviði í Laugardalnum. Vísir/Andri Marínó
Afþreying af ýmsu tagi er í boði fyrir þá sem vilja taka sér hlé frá tónlistinni á Secret Solstice. Vísir/Andri Marínó
Tónleikargestir léku við hvern sinn fingur í mildu veðrinu á föstudagskvöldinu. Vísir/Andri Marínó
Blazroca kom fram með Shades of Reykjavík. Vísir/Andri Marínó


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira