Lífið

Gleði og glaumur á öðru kvöldi Secret Solstice

Gleðin skein úr hverju andliti á Secret Solstice í gærkvöldi.
Gleðin skein úr hverju andliti á Secret Solstice í gærkvöldi. Vísir/Andri Marinó
Foo Fighters og Richard Ashcroft voru á meðal listamanna sem tróðu upp á öðru kvöldi Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar í Laugardalnum í gærkvöldi. Ljósmyndari Vísi var á staðnum og fangaði kvöldið í myndum.

Þetta er fjórða árið sem hátíðin er haldin og hefur tónleikasvæðið aldrei verið stærra. Stór hluti gesta á hátíðinni koma erlendis frá og setja svip sinn á hana.

Auk Dave Grohl og Ashcroft komu Roots Manuva, Shades of Reykjavík ásamt Blazroca og Pharoahe Monch fram svo einhverjir séu nefndir.

Afþreying af ýmsu tagi er í boði fyrir þá sem vilja taka sér hlé frá tónlistinni á Secret Solstice.Vísir/Andri Marínó
Vísir/Andri Marinó
Tónleikargestir léku við hvern sinn fingur í mildu veðrinu á föstudagskvöldinu.Vísir/Andri Marínó
Dave Grohl með gítarinn á lofti á sviði í Laugardalnum.Vísir/Andri Marínó
Blazroca kom fram með Shades of Reykjavík.Vísir/Andri Marínó





Fleiri fréttir

Sjá meira


×