Íslenski boltinn

Sandra orðin leikjahæst frá upphafi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sandra á núna leikjametið í efstu deild kvenna.
Sandra á núna leikjametið í efstu deild kvenna. mynd/hag
Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, er orðin leikjahæst í efstu deild kvenna í fótbolta. Mbl.is greinir frá í dag.

Sandra lék sinn 234. leik í efstu deild þegar Valur vann öruggan sigur á FH í gær og sló þar með 18 ára gamalt leikjamet Sigurlínar Jónsdóttur.

Sandra, sem verður 31 árs síðar á árinu, lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir Þór/KA/KS árið 2001, þá aðeins 14 ára gömul.

Sandra lék 38 deildarleiki með Þór/KA/KS áður en hún gekk í raðir Stjörnunnar 2005. Sandra lék 170 leiki og skoraði eitt mark fyrir Stjörnuna.

Fyrir síðasta tímabil söðlaði Sandra um og gekk til liðs við Val. Hún hefur nú leikið 26 deildarleiki fyrir Hlíðarendaliðið.

Fyrrum samherji Söndru hjá Stjörnunni, Harpa Þorsteinsdóttir, lék sinn 229. leik í efstu deild þegar hún kom inn á sem varamaður í 1-0 tapi Stjörnunnar fyrir Breiðabliki í gær.

Harpa er kominn aftur á ferðina eftir barnsburð og fer væntanlega upp fyrir Sigurlín á leikjalistanum áður en langt um líður.

Leikjahæstar í efstu deild kvenna frá upphafi:

Sandra Sigurðardóttir - 234

Sigurlín Jónsdóttir - 233

Harpa Þorsteinsdóttir - 229

Auður Skúladóttir - 220

Olga Færseth - 217

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir - 215

Rakel Logadóttir - 215

Dóra María Lárusdóttir - 207

Málfríður Erna Sigurðardóttir - 206

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir - 203


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×