Íslenski boltinn

Selfoss upp í 3. sætið eftir sigur á botnliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James Mack kom Selfyssingum á bragðið.
James Mack kom Selfyssingum á bragðið. vísir/eyþór
Selfoss lyfti sér upp í 3. sæti Inkasso-deildarinnar með 2-0 sigri á botnliði Leiknis F. á heimavelli í dag. Þetta var lokaleikur 7. umferðar.

Þetta var annar sigur Selfyssinga í síðustu þremur leikjum. Þeir eru með 13 stig, þremur stigum á eftir Fylki og Þrótti sem eru í tveimur efstu sætunum.

Leiknismenn eru aðeins með fjögur stig í tólfta og neðsta sæti deildarinnar.

Staðan var markalaus í hálfleik en Leiknismenn fengu fín færi til að komast yfir í upphafi seinni hálfleiks sem ekki nýttust.

Heimamenn refsuðu á 59. mínútu þegar James Mack batt endahnútinn á góða skyndisókn.

Á 74. mínútu bætti hinn 19 ára gamli Kristinn Sölvi Sigurgeirsson öðru marki við eftir stungusendingu frá Svavari Berg Jóhannssyni. Lokatölur 2-0, Selfossi í vil.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×