Fótbolti

Myndbandstækni kom við sögu í dramatísku jafntefli Portúgal og Mexíkó

Elías Orri Njarðarson skrifar
Hector Moreno, hetja Mexíkó
Hector Moreno, hetja Mexíkó visir/epa
Portúgal og Mexíkó mættust í hörkuleik Álfukeppninni í Rússlandi í dag.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Hector Moreno skoraði dramatískt jöfnunarmark Mexíkó á 91. mínútu leiksins með skalla eftir hornspyrnu.

André Gomes kom Portúgal yfir eftir rúmlega 20 mínútna leik en markið var dæmt af eftir að Nestor Pitana, dómari leiksins, fékk hjálp með myndbandstækni sem er nýjung á stórmóti á vegum FIFA. Gomes var dæmdur réttilega rangstæður.

Ricardo Quaresma kom Portúgal yfir á 34. mínútu með snyrtilegu marki en Javier Hernandez jafnaði svo metin á 42. mínútu leiksins.

Cédric Soares kom svo Portúgal aftur yfir á 86. mínútu og virtist sem að Portúgalir myndu sigla sigrinum heim en Portúgal var mun betri aðilinn í leiknum.

Eins og áður sagði bjargaði Hector Moreno stigi fyrir Mexíkó með fínu skallamarki á 91. mínútu.

Portúgal mætir Rússum og Mexíkó mætir Nýja-Sjálandi í næstu umferð keppninnar á miðvikudaginn 21.júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×