Íslenski boltinn

Íslensku liðin vita mótherja sína í Evrópu í dag: FH fær mögulega að hefna sín á Dundalk

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Það var skellur fyrir Heimi og FH-inga að fara út í annarri umferð í fyrra.
Það var skellur fyrir Heimi og FH-inga að fara út í annarri umferð í fyrra. vísir/eyþór

Dregið verður til forkeppni Meistaradeildar Evrópu sem og Evrópudeildarinnar í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag en nú er ljóst hverjum íslensku liðin geta mætt.

FH fær mögulega tækifæri til að hefna sín á írsku meisturunum í Dundalk sem skelltu FH óvænt í annarri umferðinni í fyrra. Dundalk upplifði mikið ævintýri í Evrópu á síðasta ári og komst alla leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem hefur verið markmið FH-inga um nokkurra ára skeið.

Auk þess að geta mætt Dundalk eru í pottinum með FH Vardar frá Makedóníu, Zrinjski frá Bosníu og Hersegóvínu og IFK Mariahamn frá Finnlandi. Í pottinn bætast svo tvö lið sem þurfa að fara í fyrstu umferð forkeppninnar en þau yrðu draumadrátturinn.

Þrjú íslensk lið taka þátt í Evrópudeildinni en þar eru KR og Stjarnan í efri styrkleikaflokki og Valur í neðri styrkleikaflokki.

KR getur mætt Bangor City frá Wales, Cork City frá Írlandi, Seinajoki frá Finnlandi, Suduva frá Litháen og KÍ Klaksvík frá Færeyjum.

Stjarnan getur mætt NSÍ Runavík frá Færeyjum, Liepaja frá Lettlandi, Vaasa frá Finnlandi, Trakai frá Litháen og Shamrock Rovers frá Írlandi.

Valsmenn dregist á móti Haugesund frá Noregi, Ventspils frá Lettlandi, Vaduz frá Liechtenstein, Midjylland frá Danmörku og Domzale frá Slóveníu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira