Sport

MMA orðið löglegt í Danmörku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
MMA er enn bannað á Íslandi og spurning hvort Gunnar Nelson nái einhvern tímann að keppa í sinni íþrótt á heimavelli?
MMA er enn bannað á Íslandi og spurning hvort Gunnar Nelson nái einhvern tímann að keppa í sinni íþrótt á heimavelli? vísir/getty

Blandaðar bardagalistir, eða MMA, eru nú orðnar löglegar í Danmörku rétt eins og í Svíþjóð.

Íþróttin er þó ekki enn orðin lögleg á Íslandi og í Noregi. Þess vegna þarf íslenskt MMA-fólk að fara erlendis til þess að keppa.

Það var umræða um að lögleiða MMA á Íslandi fyrir um tveim árum síðan en hún virðist hafa dáið út. Forkólfar hjá UFC hafa lýst yfir áhuga á að halda UFC kvöld á Íslandi verði íþróttin lögleidd hér á landi.

Það var ekki auðvelt fyrir danska MMA-sambandið að fá íþróttina lögleidda en það tók þrjú ár að keyra þessa lögleiðingu í gegn og það gerði sambandið með aðstoð alþjóða sambandsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira