Lífið

Sjáðu myndirnar úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan og gestir skemmtu sér í sveitinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þarna hefur verið mikið fjör.
Þarna hefur verið mikið fjör. Instagram

Leikkonan Lindsay Lohan hefur verið stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna en samfélagsmiðlasérfræðingurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn á laugardaginn á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn á Suðurlandi.

Lohan hefur verið nokkuð virk á samfélagsmiðlum eins og allir gestir brúðkaupsins. Luckett og Scott líta á Ísland sem sitt annað heimili og hafa þeir verið tíðir gestir hérlendis undanfarin ár. Rúmt ár er liðið síðan listunnendurnir keyptu Kjarvalshúsið á Seltjarnarnesi þar sem þeir hafa komið á fót listasafni.

Fjölmargir gestir voru viðstaddir athöfnina og veisluna og má sjá yfir 300 myndir á Instagram með kassamerkinu #SoIceland.

Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir úr brúðkaupinu sem fór fram um helgina.
Fleiri fréttir

Sjá meira