Lífið

Sjáðu myndirnar úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan og gestir skemmtu sér í sveitinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þarna hefur verið mikið fjör.
Þarna hefur verið mikið fjör. Instagram

Leikkonan Lindsay Lohan hefur verið stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna en samfélagsmiðlasérfræðingurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn á laugardaginn á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn á Suðurlandi.

Lohan hefur verið nokkuð virk á samfélagsmiðlum eins og allir gestir brúðkaupsins. Luckett og Scott líta á Ísland sem sitt annað heimili og hafa þeir verið tíðir gestir hérlendis undanfarin ár. Rúmt ár er liðið síðan listunnendurnir keyptu Kjarvalshúsið á Seltjarnarnesi þar sem þeir hafa komið á fót listasafni.

Fjölmargir gestir voru viðstaddir athöfnina og veisluna og má sjá yfir 300 myndir á Instagram með kassamerkinu #SoIceland.

Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir úr brúðkaupinu sem fór fram um helgina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira