Íslenski boltinn

Ásmundur hættur hjá Fram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ásmundur skilur við Fram í 5. sæti Inkasso-deildarinnar.
Ásmundur skilur við Fram í 5. sæti Inkasso-deildarinnar. vísir/hanna

Ásmundur Arnarsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Fram. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Þar segir að stjórn knattspyrnudeildar Fram og Ásmundur hafi komist að samkomulagi um starfslok þjálfarans.

Ásmundur tók við Fram eftir tímabilið 2015. Undir hans stjórn endaði Fram í 6. sæti Inkasso-deildarinnar í fyrra.

Þegar sjö umferðir eru búnar að Inkasso-deildinni í ár situr Fram í 5. sæti með 11 stig. Frammarar hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum.

Ásmundur lék á árum áður við góðan orðstír hjá Fram.

Auk þess að þjálfa Fram hefur Ásmundur stýrt Völsungi, Fjölni, Fylki og ÍBV.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira