Lífið

Miles Teller handtekinn fyrir ölvun á almannafæri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bandaríski leikarinn Miles Teller.
Bandaríski leikarinn Miles Teller. Vísir/AFP

Leikarinn Miles Teller var handtekinn fyrir ölvun á almannafæri á sunnudag. Lögregla í San Diego í Kaliforníu í Bandaríkjunum staðfestir handtökuna en Teller þvertekur sjálfur fyrir hana. CNN greinir frá.

Lögregla í San Diego segir Teller hafa verið mjög ölvaðan þegar lögregla hafði afskipti af honum snemma á sunnudagsmorgun. Teller brást ókvæða við og var í kjölfarið handtekinn fyrir ölvun á almannafæri. Hann er sagður hafa verið í haldi lögreglu í um fjóra klukkutíma.

Teller tjáði sig um atvikið á Twitter síðu sinni í dag. Hann segist ekki hafa verið handtekinn heldur aðeins hafa verið „í haldi“ lögreglu og að engin grundvöllur hafi verið fyrir því að ákæra hann fyrir glæp.Miles Teller, sem varð þrítugur á þessu ári, er þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Whiplash, Divergent-þríleiknum og Fantastic Four.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira