Lífið

Miles Teller handtekinn fyrir ölvun á almannafæri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bandaríski leikarinn Miles Teller.
Bandaríski leikarinn Miles Teller. Vísir/AFP

Leikarinn Miles Teller var handtekinn fyrir ölvun á almannafæri á sunnudag. Lögregla í San Diego í Kaliforníu í Bandaríkjunum staðfestir handtökuna en Teller þvertekur sjálfur fyrir hana. CNN greinir frá.

Lögregla í San Diego segir Teller hafa verið mjög ölvaðan þegar lögregla hafði afskipti af honum snemma á sunnudagsmorgun. Teller brást ókvæða við og var í kjölfarið handtekinn fyrir ölvun á almannafæri. Hann er sagður hafa verið í haldi lögreglu í um fjóra klukkutíma.

Teller tjáði sig um atvikið á Twitter síðu sinni í dag. Hann segist ekki hafa verið handtekinn heldur aðeins hafa verið „í haldi“ lögreglu og að engin grundvöllur hafi verið fyrir því að ákæra hann fyrir glæp.Miles Teller, sem varð þrítugur á þessu ári, er þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Whiplash, Divergent-þríleiknum og Fantastic Four.
Fleiri fréttir

Sjá meira