Íslenski boltinn

Þróttur skaust á toppinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Keflavík er ekki að standa undir væntingum í Inkasso-deildinni.
Keflavík er ekki að standa undir væntingum í Inkasso-deildinni. vísir/anton
Þróttarar eru komnir á topp Inkasso-deildarinnar eftir flottan 2-0 sigur á Keflavík í kvöld.

Hreinn Ingi Örnólfsson kom Þrótti yfir á 14. mínútu leiksins og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Keflvíkingar settu mikla pressu á Þróttara í síðari hálfleik og jöfnunarmarkið lá í loftinu. Það kom þó ekki.

Tólf mínútum fyrir leikslok fékk Keflvíkingurinn Anton Freyr Hauks Guðlaugsson að líta sitt annað gula spjald og Keflvíkingar í vondum málum.

Lengi getur vont versnað því aðeins tveimur minútum síðar skoraði Oddur Björnsson annað mark Þróttara og tryggði þeim öll stigin.

Þróttur með 12 stig á toppnum en Fylkir er með 10 stig og á leik inni. Keflavík er með 6 stig í fimmta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×