Enski boltinn

Eiður Smári lék í góðgerðarleik Carricks | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður með boltann á Old Trafford í dag. Michael Carrick og bróðir hans, Greame Carrick, sækja að Íslendingnum.
Eiður með boltann á Old Trafford í dag. Michael Carrick og bróðir hans, Greame Carrick, sækja að Íslendingnum. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen lék í góðgerðarleik Michaels Carrick á Old Trafford í dag.

Þar mætti lið Manchester United sem vann ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu 2008 úrvalsliði Carrick.

Eiður var hluti af úrvalsliðinu ásamt leikmönnum á borð við Jamie Carragher, John Terry, Clarence Seedorf og Robbie Keane.

Sir Alex Ferguson stýrði að sjálfsögðu United-liðinu en Harry Redknapp sá um að stýra úrvalsliðinu.

Úrvalsliðið komst tvisvar yfir í leiknum en tókst samt ekki að landa sigri. Gaizka Mendieta og Keane skoruðu mörk úrvalsliðsins en Nemanja Vidic og Carrick sjálfur skoruðu fyrir United. Mark Carricks var í glæsilegri kantinum.

Carrick hefur verið í herbúðum United síðan 2006 og skrifaði á dögunum undir nýjan samning við félagið.

Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna sem leikmaður United, þ.á.m. ensku úrvalsdeildina fimm sinnum og Meistaradeildina einu sinni.

Eiður og Carrick eigast við.vísir/getty
Eiður á ferðinni.vísir/getty
Eiður og Edwin van der Sar gantast.vísir/getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×