Enski boltinn

Sky: Klopp búinn að hitta Salah

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mohamed Salah.
Mohamed Salah. Vísir/Getty
Mohamed Salah er á góðri leið með að verða leikmaður Liverpool ef marka má fréttir enskra miðla. Salah mun hafa komist að samkomulagi við Liverpool um kaup og kjör í grunnatriðum eftir fund með knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp.

Klopp er nú staddur í fríi á Íslandi eins og áður hefur komið fram en félögin tvö, Liverpool og Roma, eiga eftir að komast að samkomulagi um kaupverð.

Heimildir Sky Sports herma að Roma hafi hafnað tilboði upp á 28 milljónir punda frá Liverpool í síðustu viku og vilji fá 35 milljónir punda, jafnvirði 4,4 milljarða króna.

Salah var á mála hjá Chelsea áður en náði aldrei að festa sig í sessi þar. Hann var í láni hjá Roma þar til að hann gekk í raðir félagsins endanlega fyrir þrettán milljónir punda síðastliðið sumar.

Salah skoraði nítján mörk í 39 leikjum með Roma á síðustu leiktíð. Hann er 24 ára egypskur landsliðsmaður sem hóf ferilinn með El Mokawloon í heimalandinu áður en hann fór til Basel í Sviss árið 2012. Þaðan fór hann til Chelsea tveimur árðum síðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×