Enski boltinn

Van Dijk vill fara til Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van Dijk hefur leikið með Southampton undanfarin tvö ár.
Van Dijk hefur leikið með Southampton undanfarin tvö ár. vísir/getty
Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk vill frekar ganga í raðir Liverpool en Manchester City eða Chelsea. The Guardian greinir frá.

Van Dijk er á óskalista Jürgens Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, og eins staðan er núna bendir flest til þess að hann sé á leið á Anfield.

Van Dijk, sem hefur leikið einkar vel með Southampton í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár, hefur tjáð vinnuveitendum sínum að hann vilji fara til Liverpool.

Liverpool hefur ekki enn náð samkomulagi við Southampton um kaupverð en talið er að Van Dijk gæti kostað allt að 60 milljónir punda.

Liverpool er einnig tilbúið að bjóða Van Dijk sama samning og City. Talið er hann færi Hollendingnum 200.000 pund í vikulaun.


Tengdar fréttir

Sky: Klopp búinn að hitta Salah

Þýski stjóri Liverpool er í fríi á Íslandi en virðist á góðri leið með að landa Mohamed Salah frá AS Roma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×