Enski boltinn

Tony Adams: Hvatti Arsenal til að kaupa Dier

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dier er lykilmaður hjá Tottenham.
Dier er lykilmaður hjá Tottenham. vísir/getty
Tony Adams, fyrrverandi fyrirliði Arsenal, segist hafa hvatt félagið til að kaupa Eric Dier áður en hann fór til Tottenham.

Dier fluttist til Portúgals þegar hann var sjö ára gamall og hóf fótboltaferilinn hjá Sporting í Lissabon.

Adams segist hafa komið auga á hæfileika Diers þegar hann starfaði með yngri landsliðum Englands og látið Arsenal vita af honum.

„Ég ráðlagði Arsenal að kaupa hann. Ég hafði samband við Steve Rowley [leikmannanjósnara hjá Arsenal] og sagði að Dier væri langbestur í U-19 ára landsliðinu. Ég sagði honum að kaupa hann fyrir rúmar fjórar milljónir punda,“ sagði Adams.

„Steve sagði að njósnari Arsenal í Portúgal teldi að Dier væri of hægur. Svo það varð ekkert úr kaupunum. Í staðinn fékk Arsenal Calum Chambers á 17 milljónir punda, með fullri virðingu fyrir honum,“ bætti Adams við.

Tottenham keypti Dier á fjórar milljónir punda sumarið 2014. Hann hefur leikið 128 leiki og skorað átta mörk fyrir Spurs og er auk þess fastamaður í enska landsliðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×