Enski boltinn

Man. City ekki tilbúið að borga eins mikið fyrir Van Dijk og Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk. Vísir/Getty
Virgil van Dijk vill fara til Liverpool og það lítur út fyrir að Liverpool sé líka það félag sem er tilbúið að borga mest fyrir hann.

Phil McNulty hjá BBC fór yfir það nýjasta sem er að gerast í málum miðvarðar Southampton sem hefur verið orðaður við bæði Manchester City og Liverpool.

McNulty segir að Manchester City hafi vissulega haft áhuga á þessum 25 ára miðverði en að félagið sé ekki alveg tilbúið að borga þann pening sem Liverpool er reiðubúið að gera.

Liverpool gæti þurft að borga 60 milljónir punda fyrir Virgil van Dijk eða meira en 7,5 milljarða íslenskra króna.

Manchester City hefur í sínu liði bæði fyrirliðanna Vincent Kompany og svo John Stones. Þeir hafa verið meiddir en ættu að vera orðnir klárir á næstu leiktíð. Miðvarðarstaðan er því ekki forgangsstaða þegar kemur að því að kaupa nýja leikmenn til City-liðsins.

Eftir þessar fréttir og þær fréttir úr herbúðum Virgil van Dijk að hann vilji helst fara til Liverpool má búast við því að forráðamenn Liverpool reyni nú að ganga frá kaupunum sem fyrst.

Liverpool hefur verið duglegt að kaupa leikmenn frá Southampton og menn ættu því að vera farnir að þekkjast vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×