Enski boltinn

Lukaku segist vita allt um sína framtíð en gefur ekkert upp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Romelu Lukaku segir að búið sé að ákveða það hvar hann spili á næstu leiktíð en vill þó ekki gefa neitt upp sjálfur.

Lukaku var í viðtali við belgískan blaðamann og þar sagði hann að framtíð sín væri ákveðin. Frekari upplýsingum náði blaðamaðurinn þó ekki upp úr honum.

Romelu Lukaku er leikmaður Everton í dag en mörg stærri félög í ensku úrvalsdeildinni hafa sýnt honum mikinn áhuga.









„Ég veit hvað er að gerast en ég get ekki sagt neitt meira. Ég veit hvað er að gerast en ég læt umboðsmanninn munn um að klára þetta mál,“ sagði Romelu Lukaku en blaðamaðurinn nefndi þá að umræddur umboðsmaður væri hrifinn af því að semja við Manchester United.

„Ég er leikmaðurinn og ég mun taka þessa ákvörðun sjálfur,“ sagði Lukaku.  Hann talaði síðan um það að hann vilji vinna titla og komast á hærra plan sem leikmaður.

Lukaku hefur verið undir smásjánni hjá liðum eins og Chelsea og Manchester United en Chelsea seldi hann einmitt til Everton á sínum tíma.

Romelu Lukaku skoraði 25 mörk í 37 leikjum með Everton í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabil og hækkaði markaskor sitt á öðru tímabilinu í röð. Hann skoraði 10 mörk í 36 leikjum 2014-15 og 18 mörk í 37 leikjum 2015-16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×