Lífið

Páfugl gekk berserksgang í vínbúð

Kjartan Kjartansson skrifar
Páfuglinn á myndinni er alsaklaus og kom hvergi nærri efni fréttarinnar.
Páfuglinn á myndinni er alsaklaus og kom hvergi nærri efni fréttarinnar. Vísir/EPA
Eigendur vínbúðar í Kaliforníu urðu fyrir hundruð dollara tjóni þegar páfugl vafraði inn í búðina og braut allt og bramlaði innandyra. Uppákoman þegar dýraeftirlitsmenn reyndu að ná fuglinum náðist á myndband.

Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að páfuglinn, sem vildi greinilega ekki vera eftirbátur fílsins í postulínsbúðinni, hefði valdið skemmdum sem námu 500 dollurum í Royal Oak-vínbúðinni í Arcadia í Kaliforníu á öðrum í hvítasunnu.

Dýraeftirlitsmenn náðu á endanum að koma fuglinum ódæla út og slepptu honum út í náttúruna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×