Enski boltinn

Bebe gæti orðið samherji Jóns Daða

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bebe fagnar marki sem hann skoraði fyrir Man. Utd í æfingaleik.
Bebe fagnar marki sem hann skoraði fyrir Man. Utd í æfingaleik. vísir/getty
Það muna allir eftir fyrrum framherja Man. Utd, Bebe, en hann er nú sterklega orðaður við lið Jóns Daða Böðvarssonar, Wolves.

Þessi skemmtilegi Portúgali koma til Man. Utd árið 2010 á 7,4 milljónir punda. Á þeim tíma skildi enginn af hverju Sir Alex Ferguson var að kaupa hann og í raun skilur það enginn enn í dag.

Bebe náði aðeins að spila tvo leiki fyrir Man. Utd en var lánaður víða á þeim árum sem hann var í eigu Manchester-liðsins.

Hann fór til Eibar í fyrra en nú er sagt að Wolves sé til í að greiða eina milljón punda fyrir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×