Enski boltinn

Andy Cole fékk nýtt nýra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cole fagnar marki í leik með Man. Utd.
Cole fagnar marki í leik með Man. Utd. vísir/getty
Fyrrum framherji Man. Utd, Andy Cole, segir að hann verði lengi að jafna sig eftir að hafa fengið nýtt nýra á dögunum.

„Ef ég reyni að flýta batanum of mikið þá gæti ég tekið nokkur skref til baka eða endað aftur á lyfjunum. Þá eru líka meiri líkur á því að líkaminn hafni líffærinu,“ sagði hinn 45 ára gamli Cole.

Hann lenti í vandræðum með nýrað fyrir tveim árum síðan er hann fékk skæða vírussýkingu. Nú þarf hann að slappa af og leyfa tímanum að lækna sárin.

„Það er langur vegur fram að fullri heilsu á ný. Þetta er grýttur og erfiður vegur. Allt annar slagur en ég hef farið í áður. Þetta á ekkert skylt við meiðslin í fótboltanum.“

Það var 28 ára gamall frændi Cole sem gaf honum nýra úr sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×