Enski boltinn

Nolito um lífið í Manchester: Andlit dóttur minnar hefur breytt um lit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nolito.
Nolito. Vísir/Getty
Spænski knattspyrnumaðurinn Nolito virðist vera búinn að fá nóg af lífinu í Manchester-borg ef marka má viðtal við hann hjá spænsku úrvarpsstöðinni El Transistor.

Nolito fer þar ekkert í felur með það að hann vill losna frá Manchester City. „Ég er með samning við Manchester City og City ræður þessu en ég vil fara,“ sagði Nolito meðal annars í viðtalinu.

Nolito var á dögunum í Sevilla á Spáni en þvertekur fyrir það að hann sé í einhverjum samningaviðræðum. „Það var tilviljun að ég var í Sevilla því ég fór þangað til að kaupa föt á konuna. Svo fékk ég mér kaffi á kaffihúsi og hitti íþróttastjóra Sevilla fyirr hreina tilviljun,“ sagði Nolito.

Nolito fékk lítið að spila seinni hluta tímabilsins sem var hans fyrsta hjá Manchester City. Hann endaði með 4 mörk og 2 stoðsendingar í 19 leikjum með City í ensku úrvalsdeildinni.

Nolito er ekki sáttur með hlutverk sitt seinni hluta tímabilsins og það fer ekki vel með því að búa svo norðarlega á hnettinum. Það er nefnilega ljóst á viðtalinu að veðrið í Manchester-borg er ekki að fara vel með Nolito.





 


„Andlit dóttur minnar hefur breytt um lit. Það er eins og hún hafi búið í helli,“ sagði Nolito en B/R Football birti þetta á Twitter-síðu sinni.

Þeir sem kunna spænsku geta hlustað á brot úr viðtalinu hér fyrir neðan.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×