Lífið

Þessi tíu atriði eru stranglega bönnuð í gæsunum og steggjunum

Benedikt Bóas, Stefán Árni Pálsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl. Fréttir vikunnar í dægurmálaheiminum eru á sínum stað og ber þar helst að nefna stóra Costco-málið. Þá var farið yfir nokkrar fallegar og rándýrar fasteignir. 

Aðalumræðuefnið að þessu sinni eru skemmtidagar sem Íslendingar þekkja helst sem steggjun eða gæsun. 

Umsjónarmenn þáttarins settust niður og sömdu tíu reglur um það hvað sé hreinlega bannað á þessum skemmtilegu dögum en hér að neðan má skoða listann í heild sinni.

1. - Labba með stegginn hálfnakinn niður Laugaveginn og láta hann gera allskonar þrautir - ÓGEÐ!!!!!!!!

2. - Vera með stjórnun og láta aðilann gera eitthvað bull í Kringlunni, með handfrjálsan búnað í eyranu.

3. - Þegar stelpur láta búa til typpaköku. Elsti brandari mannkynssögunnar.

4. - Fara með viðkomandi í sprey tan eða vaxa bringuhár.

5. - Að reyna að drepa viðkomandi.

6. - Láta viðkomandi halda á skilti sem stendur á „Ég er ekki lengur frjáls, knúsaðu mig“

7. - Fara með stegginn í Gay Pride gönguna.

8. - Fá Siggu Kling í gæsun. Svolítið þreytt, þó Sigga sé algjör meistari.

9. – Plastboltarnir sem fólk fer inn í og neglir sér út um allt á Klambratúni

10. – Ekki bjóða neinum utanaðkomandi í bústaðinn til að koma fram. Hann gæti tekið upp á því að fara ekki.

Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á 24. þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes. Að þessu sinni var Tryggvi Páll Tryggvason gestastjórnandi (@tryggvipall) ásamt Benedikti Bóas (benediktboas).

Fylgist með Poppkastinu á Facebook hér. 



Tengdar fréttir

Allt sem þú þarft að vita um Game of Thrones

Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl. Fréttir vikunnar í dægurmála heiminum eru á sínum stað og ber þar helst að Mel B og ofbeldisfulli eiginmaðurinn, hundrað metra spretthlaupið milli Rikka G og Sveppa krull og Barry Manilow er kominn út úr skápnum.

Listin að leggja sig og svona kaupir þú þér íbúð

Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl. Fréttir vikunnar í dægurmála heiminum eru á sínum stað og ber þar helst að nefna stóra fat-shame málið þar sem Karl Th. Birgisson kemur við sögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×