Sport

Valgerður berst í Bergen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Valgerður á æfingu.
Valgerður á æfingu. mynd/snorri björns
Eina atvinnuhnefaleikakona Íslands, Valgerður Guðsteinsdóttir, er komin með sinn annan atvinnumannabardaga á ferlinum.

Hún mun mæta Marianna Gulyas þann 9. júní næstkomandi í Bergen í Noregi. Gulyas er talsvert reynslumeiri enda með 38 bardaga á bakinu. Hún hefur unnið 14 þeirra og tapað 24.

Bardagi hennar fer fram á sögulegu kvöldi í sögu kvennahnefaleika á Norðurlöndunum því norski heimsmeistarinn, Cecilia Brækhus, mun verja titil sinn þetta kvöld gegn Erica Farias.

Boxkvöldið mun fara fram utan dyra og viðburðurinn ber heitið Battle of Bergen. Nú þegar er að verða uppselt.

Valgerður keppti sinn fyrsta bardaga í nóvember á síðasta ári. Þá vann hún Angelique Hernandez með miklum yfirburðum.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×