Innlent

Vilja samstarf um byggð á Þingeyri

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Á Þingeyri.
Á Þingeyri. vísir/pjetur
Þingeyri í Dýrafirði er meðal þeirra byggðarlaga sem skora hæst á mælikvörðum Byggðastofnunar vegna verkefnisins Brothættar byggðir.

Þetta kemur fram í bréfi til Ísafjarðarbæjar frá Byggðastofnun sem vill bæinn í samstarf um verkefni um Þingeyri. Sótt hafði verið um slíkt fyrir Þingeyri. „Samkvæmt áætlun ætti að vera svigrúm til að taka inn ný byggðarlög á seinni hluta ársins eða byrjun árs 2018,“ segir Byggðastofnun. Meðal annars sé tekið tillit til lýðfræðilegra þátta, landfræðilegrar stöðu og stöðu í atvinnulífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×