Innlent

Samkeppnishæfni Íslands enn langt á eftir Norðurlöndunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ísland stendur ekki jafn framarlega og önnur norræn ríki þegar kemur að innviðum að mati höfunda nýrrar skýrslu.
Ísland stendur ekki jafn framarlega og önnur norræn ríki þegar kemur að innviðum að mati höfunda nýrrar skýrslu. vísir/daníel
Ísland hækkar um þrjú sæti á lista yfir samkeppnishæfni þjóða og vermir 20. sæti á listanum. Niðurstaðan byggir á úttekt IMD-viðskiptaháskólans. Helstu ástæður hækkunar er aukin skilvirkni hjá hinu opinbera og í atvinnulífinu.

Efnahagsleg frammistaða landsins mælist lakari en áður, þótt hagvöxtur sé sterkur og atvinnustig hátt. Það eru einkum þættir tengdir alþjóðaviðskiptum og fjárfestingu sem gera efnahagslega frammistöðu lakari, vegna styrkingar krónu. Vöruútflutningur fylgir ekki hagvexti auk þess sem innlend fyrirtæki hugsa sér til hreyfings.

Ísland stendur hinum Norðurlandaþjóðunum enn að baki þrátt fyrir að bilið minnki milli ára. Danmörk lækkar um eitt sæti milli ára og er í sjöunda sæti, Svíþjóð lækkar um fjögur sæti og er í níunda sæti og Noregur um tvö og er í ellefta sæti. Finnland hækkar hins vegar um fimm sæti milli ára og situr nú í fimmtánda sæti listans. Kristrún segir að þetta megi skýra með því að Norðurlandaþjóðirnar standi allar ofarlega þegar kemur að skilvirkni hins opinbera og samfélagslegum innviðum.

„Það sem hefur haldið aftur af okkur núna í ár eru innviðirnir þó að í heildina litið stöndum við okkur kannski ekkert illa í því,“ segir Kristrún. Með samfélagslegum innviðum er átt við þætti eins og vegakerfi, heilbrigðiskerfið og fleira. Kristrún segir að hin Norðurlöndin séu öll í efstu fimm sætunum þar en Ísland er í sautjánda sæti. Þá mælist skilvirkni atvinnulífs, þar sem horft er meðal annars til framleiðni, almennt hærri á hinum Norðurlöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×