Innlent

Keypti miða á nýjum stað og varð tíu milljónum ríkari

Holtanesti í Hafnarfirði.
Holtanesti í Hafnarfirði. Já.is
Eldri borgari nokkur vann 9,5 milljónir króna í Víkingalottóinu fyrir viku. Miðann keypti hann í Holtanesti á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði.

Ástæðan var sú að hann átti leið þar framhjá og fattaði að hann hafði aldrei keypt lottómiða þar áður. Vinningshafinn er vanur því að kaupa sér miða „út um allt“ eins og hann orðar það sjálfur.

Í tilkynningu frá Getspá segir að um fyrsta vinningshafann sé að ræða í nýjum Víkingalottóleik þar sem er sérstakur íslenskur bónusvinningur.

Vinningurinn kemur að sögn að góðum notum og sér hann fram á að geta minnkað við sig vinnu og haft það þægilegt. Hann ætlar þó ekki að hætta að vinna á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×