Innlent

Ný stjórn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar kosin

Meðlimir nýkjörinnar stjórnar.
Meðlimir nýkjörinnar stjórnar. Slysarvarnarfélagið Landsbjörg
Landsþing Slysavarnafélagins Landsbjargar fór fram á Akureyri um helgina en þar var kjörin ný stjórn félagsins. Smári Sigurðsson sem gegnt hefur formennskunni síðustu tvö ár var sjálfkjörinn formaður.

Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að alls séu um 600 félagar séu staddir á Akureyri vegna þingsins um helgina en auk hefðbundinna þingstarfa fara fram björgunarleikar félagsins þar sem att er kappi í gamni og alvöru í ýmsum björgunarstörfum.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti óvænt þingið og ávarpað þar gesti. Ræddi hann um mikilvægi sjálfboðaliða Slysavarnafélagsins Landsbjargar í störfum sínum og kraftinn þegar til þeirra væri leitað.

Ásamt Smára Sigurðssyni formanni voru kjörin í stjórn þau Þór Þorsteinsson, Hallgrímur Óli Guðmundsson, Auður Yngvadóttir, Guðjón Guðmundsson, Otti Rafn Sigmarsson, Valur S. Valgeirsson, Svanfríður Anna Lárusdóttir og Gísli V. Sigurðsson. Stjórn félagsins er kjörin til tveggja ára af fulltrúum björgunarsveita og slysavarnadeilda af öll landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×