Lífið

Minntist René: Celine Dion flutti My Heart Will Go On og minnti alla á af hverju hún er drottningin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlega fallegur flutningur.
Ótrúlega fallegur flutningur.
Billboard verðlaunahátíðin fór fram í T-Mobile höllnini í Las Vegas í gærkvöldi og var kanadíski rapparinn Drake sigurvegari kvöldsins en hann hirti 13 verðlaun og bætti í leiðinni met Adele.

Það má segja að sigurvegari kvöldsins hafi samt sem áður verið söngkonan Celine Dion en hún flutti lagið frægja My Heart Will Go On sem sló í gegn árið 1997 þegar kvikmyndin Titanic kom út.

Flutningurinn var með ólíkindum og tók hann á Dion þar sem hún missti eiginmann sinn René Angélil snemma á síðasta ári úr krabbameini.

Angélil lést 14. janúar árið 2016, þá 73 ára að aldri en hann hefði orðið 74 ára tveimur dögum síðar. Hann hafði barist í mörg ár við krabbamein. Þau voru gift í 21 ár.

Samfélagsmiðlar fóru hreinlega á hvolf eftir að Dion hafði flutt lagið en hér að neðan má sjá hvernig til tókst hjá þessari mögnuðu söngkonu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×