Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Viðskiptavinir Costco hafa miklar væntingar um lágt vöruverð þegar verslunin verður opnuð á morgun. Stöðugur straumur fólks hefur verið í Kauptún í dag til þess að sækja aðildarkort en án þess er ekki hægt að versla í Costco. Við fjöllum nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og ræðum við verðandi viðskiptavini.

Þá verður rætt við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra sem útilokar ekki að fyrirhugaðri hækkun á virðisaukaskatt í ferðaþjónustu verði frestað.

Loks veltum við fyrir okkur hvort samgönguinnviðir hér á landi eru nægilega öflugir til að taka við sjálfkeyrandi bílum og förum á æfingu hjá leikhópnum Perlunni sem heiðrar ævistarf stofnanda síns með sýningu á stóra sviði Borgarleikhússins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×