Innlent

Eldur kom upp í þakskeggi húss í Mosfellsbæ

Atli Ísleifsson skrifar
Íbúar voru búnir að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang.
Íbúar voru búnir að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Vísir/STefán
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að eldur kom upp í þakskeggi í húsi í Holtunum í Mosfellsbæ skömmu fyrir klukkan 17 í dag.

Að sögn slökkviliðs kom eldurinn upp eftir að brennandi flugeldur komst í þakskegg hússins.

Íbúar voru búnir að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang og er talið að um lítið tjón sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×