Lífið

Falleg íslensk heimili: Keyptu rétt áður en kreppan skall á en gerðu mikið fyrir lítið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á Álftanesi má finna fallegt einbýli þar sem Soffía Dögg Garðarsdóttir hefur búið sér og fjölskyldu sinni fallegt heimili. Fjölskyldan keypti húsið seint árið 2007 eða rétt áður en kreppan skall á.

Soffía rekur heimasíðuna Skreytum hús og hefur sú síða verið í loftinu síðan 2010.  Þar má finna allskonar falleg dæmi um það hvernig hægt sé að skreyta eign sína á fallegan máta.

Í síðasta þætti af Fallegum íslenskum heimilum var kíkt í heimsókn til Soffíu og eigin tekin út.

Í Fallegum íslenskum heimilum fá sérfræðingarnir Gulla Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stílisti og Þóra Margrét Baldvinsdóttir hönnunarráðgjafi það skemmtilega verkefni að skoða falleg íslensk heimili.

Markmiðið er að ná fram því sem fallegt er og gleður augað. Sitt sýnist hverjum en svo mikið er víst að það er alltaf fróðlegt að fá umfjöllun um mismunandi arkitektúr, hverfi og hugmyndir manna um híbýli. Síðast en ekki síst er einfaldlega gaman að sjá hvernig aðrir hafa hreiðrað um sig.

Þrjú heimili eru heimsótt í hverjum þætti og fá sérfræðingarnir aldrei að hitta þá sem búa í eigninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×