Innlent

Landhelgisgæslan hafði hendur í hári ölvaðra skipstjórnarmanna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Varðskipið Þór
Varðskipið Þór Vísir/Anton
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar höfðu afskipti af rússneskum togara í nótt vegna gruns um ölvun skipstjóra skipsins.

Togarinn var á leið til Hafnarfjarðar í gærkvöld og þegar skipstjóri skipsins hafði samband við Landhelgisgæsluna vegna hafnarkomunnar vaknaði grunur um að ekki „væri allt með felldu um borð,“ eins og það er orðað í skeyti Gæslunnar. 

Eftirlitsbátur Landhelgisgæslunnar var sendur að togaranum og fóru tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt tveimur lögreglumönnum um borð í togarann til eftirlits. Við athugun kom í ljós að skipstjóri og yfirstýrimaður skipsins reyndust undir áhrifum áfengis.

Skipið var fært til hafnar nú í morgun þar sem lögregla tekur við rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×