Íslenski boltinn

Ekki þurrt auga í húsinu þegar Totti kvaddi | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Totti með eiginkonu sinni.
Totti með eiginkonu sinni. Vísir/Getty
Francesco Totti lék um helgina sinn síðasta leik með uppeldisfélaginu AS Roma á lokadegi tímabilsins á Ítalíu um helgina.

Totti, sem er fertugur, var aðeins sextán ára þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið og hefur spilað með AS Roma í samtals aldarfjórðung.

Hann kom inn á sem varamaður þegar Roma vann 3-2 sigur á Genoa. Reiknað er með því að hann fái ábyrgðarstöðu á skrifstofu félagsins en það hefur þó ekki verið staðfest, né heldur útilokað að hann haldi áfram að spila með öðru félagi.

Það var tilfinningaþrungin stund á Ólympíuleikvanginum í Róm í gær er 70 þúsund stuðningsmenn Roma kvöddu hetjuna sína, líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Hér, á heimasíðu BBC, má lesa nánar um feril Francecso Totti með AS Roma.








Tengdar fréttir

Kóngurinn í Róm kvaddi með sigri | Myndir

Francesco Totti lék sinn síðasta leik fyrir Roma og síðasta leikinn á ferlinum þegar Rómverjar unnu 3-2 sigur á Genoa í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×