Lífið

Hefur læðst nokkrum sinnum inn í bíósal til að sjá viðbrögð

Guðný Hrönn skrifar
Óskar Þór er leikstjóri myndarinnar Ég man þig.
Óskar Þór er leikstjóri myndarinnar Ég man þig. Vísir/GVA
Leikstjóranum Óskari Þór Axelssyni fannst „meiriháttar“ að fá loksins að horfa á kvikmyndina Ég man þig í fullum sal fólks. Myndin, sem byggð er á samnefndri bók eftir Yrsu Sigurðardóttur, var frumsýnd fyrr í mánuðinum og miðasala á myndina hefur gengið vel síðan.

„Mér fannst alveg meiriháttar að horfa loksins á myndina í bíósal með öðru fólki og verða vitni að upplifun þess, finna rafmagnið í salnum. Það var eiginlega alveg ólýsanlegt tilfinning. Og svo eftir á, að heyra álit fólks á myndinni, að heyra sögur þess af hversu oft það greip fyrir andlitið í geðshræringu og varð hverft við eða táraðist. Mjög gaman,“ segir Óskar.

„Það er alveg frábært hversu vel myndin fer að stað og er að fá svona jákvætt umtal. Ég er búinn að laumast nokkrum sinnum í bíósali á meðan myndin er að rúlla og það er í sannleika sagt æðisleg tilfinning að verða vitni að andköfum og öskrum áhorfenda. Sem leikstjóri er þetta það sem maður lifir fyrir, að myndin fái áhorf og snerti áhorfendur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×