Innlent

Sjúkraflug með 58 frá Hornafirði

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Á Reykjavíkurflugvelli.
Á Reykjavíkurflugvelli. vísir/daníel
„Því miður er óraunhæft að ætla að í náinni framtíð skapist þær aðstæður í íslenskri heilbrigðisþjónustu að ekki verði þörf á að koma mörgum af erfiðustu tilfellunum sem koma upp á landsbyggðunum á Landspítalann við Hringbraut,“ segir í bókun bæjarstjórnar Hornafjarðar.

Árið 2015 voru, að sögn bæjarstjórnarinnar, 58 fluttir í sjúkraflugi frá Hornafjarðarflugvelli. Skorað er á ríkisstjórnina og borgarstjórn Reykjavíkur að „tryggja óskerta starfsemi Reykjavíkurflugvallar og tryggja þar með öryggishagsmuni íbúa landsbyggðanna, að minnsta kosti þangað til jafngóð eða betri lausn finnst“ eins og segir í bókuninni.

„Það er með öllu ólíðandi að dregið verði úr öryggi sjúklinga og slasaðra sem þurfa að komast með hraði á Landspítalann.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×