Fótbolti

Þrenna frá Kuyt tryggði Feyenoord titilinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Feyenoord fagna Kuyt um helgina.
Leikmenn Feyenoord fagna Kuyt um helgina. vísir/getty
Feyenoord varð hollenskur meistari um helgina í fyrsta sinn síðan 1999. Það getur liðið þakkað hinum síunga Dirk Kuyt.

Þessi 36 ára gamli fyrirliði liðsins gerði sér nefnilega lítið fyrir og skoraði þrennu í lokaleiknum gegn Heracles.

Ajax var einu stigi á eftir Feyenoord fyrir lokaumferðina og því varð Feyenoord að vinna. Það hófst með 3-1 sigri.

Taugar stuðninsmanna Feyenoord voru róaðar er Kuyt skoraði fyrsta markið eftir aðeins 38 sekúndur í leiknum. Annað markið kom á 12. mínútu og svo fullkomnaði hann þrennuna af vítapunktinum.

Ajax vann sinn leik en það var sögulegur leikur því meðalaldur Ajax-liðsins í leiknum var 20 ár og 139 dagar. Þetta er yngsta byrjunarlið í sögu hollensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×