Erlent

Leita í bílskúrum að líki stúlku sem hvarf fyrir sextán árum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Danielle Jones.
Danielle Jones.
Lögreglan í Essex leitar nú í bílskúrum að líki Danielle Jones, stúlku sem hvarf fyrir 16 árum síðan, en fannst aldrei. Stuart Campbell, 59 ára gamall frændi hennar, var árið 2002 dæmdur fyrir að ræna Danielle og myrða hana en hún var 15 ára þegar hún hvarf.

Vísbendingar bárust lögreglunni um að lík Danielle væri hugsanlega að finna í einhverjum af bílskúrum sem standa í röð í Stifford Clays í Thurrock, ekki langt frá East Tilbury en Danielle sást seinast í strætóskýli þar.

Campbell, sem er byggingaverktaki og tveggja barna faðir, var sagt að hann myndi afplána að minnsta kosti 20 ár af lífstíðardómnum sem hann hlaut fyrir morðið. Þá hlaut hann tíu ára fangelsi fyrir mannrán en samkvæmt frétt BBC gæti Campbell fengið reynslulausn eftir fjögur ár.

Á sínum tíma var leitað í meira en 1000 bílskúrum en talið er að ekki hafi verið leitað í skúrunum sem eru undir nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×